Stílhreint spansuð helluborð sem sameinar öfluga frammistöðu og einfalt notendaviðmót. Helluborðið er 60 cm á breidd og kemur með fjórum sjálfstæðum hellum, tveimur 15cm að þvermáli og tveimur 21cm að þvermáli. Helluborðið er með touch and slide stýringu og rauðri lýsingu.
Hver hella býður upp á 10 hitastig og booster-hraðhitun sem flýtir fyrir upphitun þegar þörf er á skjótum viðbrögðum, til dæmis þegar vatn þarf að ná suðu hratt. Helluborðið er einnig búið traustum öryggiseiginleikum, þar á meðal barnalæsing og sjálfvirkri stillingu sem slekkur á borðinu ef það er skilið eftir í hættulegu ástandi.
Einfalt og glæsilegt útlit gerir helluborðið að fallegri viðbót í nútímalegt eldhús og innfelld uppsetning tryggir að það fellur snyrtilega inn í borðplötuna án þess að taka meira pláss en þarf.

