Lækningatæki
Fyrirtækið hóf sölu á lækningatækjum árið 1986, og hefur selt og þjónustað myndgreiningarbúnað og hugbúnað tengdum honum. Helstu viðskiptavinir hafa verið sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsuverndarstöðvar, læknastofur, kírópraktorastofur og önnur myndgreiningarfyrirtæki. Fyrirtækið gerir miklar kröfur um að bjóða viðskiptavinum sínum faglega ráðgjöf og búnað sem hentar hverju sinni, ásamt því að bjóða skjóta og öfluga þjónustu.

Canon Medical Systems
Heimasíða Canon Medical Systems
Helsti samstarfsaðili fyrirtækisins er Canon Medical Systems Europe, en Canon er einn stærsti rafeindatækja framleiðandi í heiminum, ásamt því að vera leiðandi í þróun á ýmsum hátæknibúnaði, þar á meðal lækningatækjum.
Við bjóðum upp á vandaðan búnað og öfluga þjónustu
Collapse