Um Rafland
**Rótgróin fyrirtæki sameinuð undir nýju nafni** Árið 2017 sameinuðust tvær rótgrónar verslanir í íslensku viðskiptalífi, Einar Farestveit og co. og Sjónvarpsmiðstöðin, undir sameiginlega merkinu Rafland. Þar sem áður var Sjónvarpsmiðstöðin er nú endurbætt og glæsileg verslun Raflands staðsett þar sem finna má allar þær vinsælu vörur sem fengust í hvorri verslun um sig.
Starfsfólk með áratuga langa reynslu og sérþekkingu úr verslununum tveimur hefur sameinað krafta sína sem starfsfólk Raflands þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu og persónulega aðstoð. Einkennisorð Raflands eru Betra borgar sig. En við leggjum áherslu á hágæða vörur sem endast, valdar með aðstoð sérfræðinga fyrir ólíkar þarfir nútímaheimilisins. Við bjóðum upp á þekkt og vönduð vörumerki á borð við LG, KitchenAid, harman kardon, Sonos, Saeco, JBL, Dyson, Panasonic, Siemens, Bosch, Beko og Yamaha. Í Raflandi fæst úrval af raftækjum fyrir heimilið, þar fást stór sem smá heimilistæki allt frá þvottavélum, ofnum og helluborðum yfir í blandara og minni heimilistæki ásamt raftækjum eins og sjónvörpum, heimabíóum og hljómtækjum.