Um Rafland | rafland.is | rafland.is

Um Rafland

Rótgróin fyrirtæki sameinuð undir nýju nafni

Árið 2017 sameinuðust tvær rótgrónar verslanir í íslensku viðskiptalífi, Einar Farestveit og co. og Sjónvarpsmiðstöðin, undir sameiginlega merkinu Rafland. Þar sem áður var Sjónvarpsmiðstöðin er nú sjónvarps- og raftækjadeild Raflands staðsett áfram í Síðumúla 2 en starfsemi Einars Farestveit fellur nú undir heimilistækjadeild Raflands og er staðsett í Síðumúla 4.

Starfsfólk með áratuga langa reynslu og sérþekkingu úr verslununum tveimur hefur sameinað krafta sína sem starfsfólk Raflands þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu og persónulega aðstoð.

Einkennisorð Raflands eru Betra borgar sig. En við leggjum áherslu á hágæða vörur sem endast, valdar með aðstoð sérfræðinga fyrir ólíkar þarfir nútímaheimilisins. Við bjóðum upp á þekkt og vönduð vörumerki á borð við LG, KitchenAid, harman kardon, Sonos, Saeco, JBL, Dyson, Panasonic, Siemens, Bosch, Beko og Yamaha.

Í Raflandi fæst úrval af raftækjum fyrir heimilið, þar fást stór sem smá heimilistæki allt frá þvottavélum, ofnum og helluborðum yfir í blandara og minni heimilistæki ásamt raftækjum eins og sjónvörpum, heimabíóum og hljómtækjum.

Árið 2021 fékk Rafland viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo, þriðja árið í röð. Rafland er því í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2021.