Algengar spurningar | rafland.is | rafland.is

Algengar spurningar

Ég bý á landsbyggðinni, get ég fengið heimsent heim að dyrum?

Ef þú býrð á þjónustusvæði Póstsins eða Samskipa þá eru góðar líkur á að þú getir fengið heimsent heim að dyrum. Einnig sér Eimskip um að keyra út fyrir okkur á Suðvesturlandi.

Þeir afhendingarmátar sem þér stendur til boða koma upp í greiðsluferlinu áður en gengið er frá greiðslu, þegar þú skráir póstnúmerið þitt.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um afhendingarmáta.

 

Hvað kostar að fá heimsendingu?

Það fer eftir umfangi sendingar og afhendingarmáta. Sendingarkostnaður reiknast í körfunni þinni áður en þú gengur frá greiðslu.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um afhendingarmáta.

 

Get ég pantað á vefnum og fengið afhent í dag?

Í mörgum tilvikum getur þú fengið afhent samdægurs, en þó eru einhverjar takmarkanir þar á.

  • Við sendum samdægurs með Eimskip á höfuðborgarsvæðinu og á völdum svæðum á Suðvesturlandi ef pantað er fyrir kl 11 á virkum degi.
  • Við sendum samdægurs með Pakkanum á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 12 á virkum degi.
  • Ef þú vilt sækja og varan er til á lager eða í verslun nálægt þér þá getur þú sótt samdægurs.

Við leggjum okkur fram við að afgreiða allar pantanir samdægurs eða næsta virka dag, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um afhendingarmáta.

 

Ég pantaði fyrir nokkrum dögum og varan hefur ekki ennþá skilað sér, hvað er í gangi?

Þú færð áætlaðan afhendingartíma þegar þú pantar, en afhendingartími er mismunandi eftir flutningsleiðum. Ef það er komið framyfir áætlaða afhendingu er best að hafa samband við þjónustuver flutningsaðila, eða hafðu samband við okkur í síma 520-7900 eða sendu okkur línu á sala@rafland.is og við aðstoðum þig eftir bestu getu.

Hér eru upplýsingar um þjónustuver flutningsaðila:

Ef þú átt von á heimsendingu á stórum tækjum á höfuðborgarsvæðinu, þá er best að hringja í síma 520-7900 eða senda okkur línu á sala@rafland.is.

 

Get ég borgað með Netgíró/SíminnPay o.s.frv.?

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta:

  • Visa/Mastercard
  • Visa/Mastercard raðgreiðslur
  • Netgíró
  • SíminnPay Léttkaup
  • Millifærslur

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um viðskiptaskilmála.

 

Get ég greitt með raðgreiðslu í vefverslun?

Já, það er hægt. Þú einfaldlega velur Raðgreiðsluvalmöguleikann í greiðsluferlinu og velur þá leið sem hentar þér. Við bjóðum upp á raðgreiðslur í allt að 36 mánuði og vaxtalausar raðgreiðslur í allt að 6 mánuði.

 

Get ég keypt gjafakort hjá ykkur?

Já, við bjóðum upp á gjafakort, en því miður er aðeins hægt að versla og nýta gjafakortið í verslunum Raflands, ekki í vefverslun.

Til að versla gjafakort er best að hafa samband við þá verslun sem er næst þér og fá aðstoð eða senda póst á sala@rafland.is.

 

Hvað gilda gjafakortin ykkar lengi?

Gjafakort Raflands eru með ótímabundinn gildistíma og renna því aldrei út!

 

Hvar er lagerinn ykkar?

Raftækjalagerinn er staðsettur í Klettagörðum 21, 104 Reykjavík. Smelltu hér til að sjá staðsetninguna á Google Maps.

 

Hver er opnunartími lagersins?

Almennur opnunartími er eftirfarandi:

  • Virkir dagar: 8:00-18:00
  • Laugardagar: 11:00-16:00
  • Sunnudagar: 13:00-17:00

Við lengjum opnunartíma fyrir jól, en þú getur smellt hér til að skoða breytta opnunartíma yfir hátíðar.


Hver sér um viðgerðir hjá ykkur?

Raftækjaverkstæðið sér um viðgerðir og ábyrgðarmál á sjónvörpum og öllum minni raftækjum.

Rafbraut sér um viðgerðir og ábyrgðarmál á öllum stærri heimilistækjum.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um viðgerðaraðila.

 

Er varan mín ennþá í ábyrgð?

Almenn ábyrgð á búnaði er 2 ár, en á einhverjum vörum er allt að 5 ára ábyrgð og hægt er að kaupa viðbótartryggingu fyrir margar vörur. Sendu tilkynningu um galla eða skemmdir á sala@rafland.is og við skoðum hvort það falli undir ábyrgð og aðstoðum við næstu skref.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um ábyrgðarskilmála.

 

Eigið þið til varahluti í vöruna mína?

Endilega heyrðu í viðgerðaraðilunum okkar með fyrirspurnir um varahluti.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um viðgerðaraðila.

 

Ég keypti vöru sem mér líkar ekki við, get ég skilað eða skipt henni?

Endilega hafðu samband í síma 520-7900 eða sendu póst á sala@rafland.is og við munum skoða málið fyrir þig.

Við erum með 365 daga skilarétt á vörum í óopnuðum umbúðum gegn framvísun kaupnótu (gildir ekki af sérpöntuðum eða notuðum vörum).

Einnig er 14 daga skilaréttur af vörum sem búið er að opna og prófa, gegn framvísun kaupnótu.

Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um skilarétt.

 

Hvað er málið með orkuflokkana?

Í mars 2021 var farið af stað með endurskoðað og betrumbætt orkunýtniflokkakerfi frá Evrópusambandinu, en þar sem flest raf- og heimilistæki voru komin í orkunýtniflokka A+ til A+++ þá var orðið erfiðara fyrir neytendur að átta sig á og velja orkunýtnustu vörurnar. Í endurskilgreindu kerfi eru orkunýtnustu vörurnar á markaðnum flestar í flokkum B og C, en þannig myndast hvati fyrir framleiðendur til að halda áfram að þróa vörur sem nýta orkuna enn betur.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um orkuflokkana.

 

Hver er munurinn á Quick Connect kolsýruhylkjum og eldri kolsýruhylkjum?

Quick Connect er ný tækni frá Sodastream og eins og nafnið gefur til kynna þá er einfalt og fljótlegt að smella Quick Connect hylkjum í sódavatnstæki með Quick Connect festingu (t.d. Terra og Art frá Sodastream).

Eldri kolsýruhylkin eru með skrúfgangi og þarf því að skrúfa hylkin upp í sódavatnstæki sem eru með skrúfgang í stað Quick Connect festingar.

 

Hvernig er best að hafa samband við ykkur?

  • Hringdu í síma 520-7900
  • Sendu póst á sala@rafland.is
  • Sendu okkur línu í vefspjallinu sem er staðsett neðst til hægri á vefnum okkar

 

Mig vantar að ná sambandi við markaðseild – við hvern á ég að tala?

Endilega sendu okkur póst á markadsdeild@rafland.is.

 

Mig langar að fá upplýsingar um nýjungar og tilboð, forskot á tilboðsverð og sérstök tilboð bara fyrir útvalda - get ég það?

Já, heldur betur! Skráðu þig í netklúbbinn okkar, skráningarformið er neðst á síðunni!

 

Get ég sótt um styrk hjá ykkur?

Já, þér er velkomið að sækja um styrk hjá okkur fyrir félagasamtök eða önnur verkefni sem þú telur eiga vel við Rafland. Við getum því miður ekki styrkt öll verkefni sem okkur berast og farið er yfir umsóknir í janúar, maí og september ár hvert.

Smelltu hér til að sækja um styrk.