Witt by Kuvings AUTO6 safapressuvélin er framleidd af Kuvings fyrir Witt, en Kuvings er leiðandi vörumerki í kaldpressuvélum á heimsvísu. Vélin notar háþróaða kaldpressutækni með hægum snúningshraða, aðeins 50 snúningar á mínútu, sem varðveitir bragð og næringarefni úr ávöxtum og grænmeti. Með 1,7 lítra ávaxtahólfi sem tekur heila ávexti sér hún sjálf um að skera og pressa án þess að þú þurfir að fóðra hana stöðugt. Öflugur 200 W mótor tryggir stöðugan kraft, "smart cap" tryggir að ekkert sullist útfyrir og einnig getur vélin losað flestar stíflur sjálf með að snúa skurðarblaðinu í öfuga átt. Alla íhluti er auðvelt að taka í sundur og þrífa, sem gerir daglega notkun bæði hraða og þægilega.
Verslanir
Opnar kl 10:00
