Verslanir
Opnar kl 10:00






+3
Vörulýsing
Upplifðu nýja vídd í hljómi Með sex fullkomlega staðsettum hátölurum að framan, á hliðunum og efst til að styðja Dolby Atmos tónlist, Byltingarkennd hönnunin varpar hljóðinu frá veggi til veggs og frá gólfi til lofts og sökkvir þér niður í allar víddir. |
Hljóðið ratar alltaf til þín Sama hvar þú ert eða hvað þú spilar, þá er hlustunarupplifunin einstök. Sérsniðnir bylgjuleiðarar dreifa hljóðinu nákvæmlega til hægri, vinstri, áfram og upp. Skapa þannig einstaklega rúmgott stereóhljóðsvið sem þú finnur um allt herbergið. |
Spilaðu úr hvaða þjónustu eða tæki sem er Hvort sem það er þráðlaust net, Bluetooth eða line in frá plötuspilara eða öðru tæki. (millistykki selt sér) |
Umhverfishljóð svo raunverulegt að það er óraunverulegt Upplifðu ótrúleg hljóðgæði þegar þú parar tvo hátalara við Arc Ultra eða Beam G2. Hliðar- og loftrásirnar í hvorri vöru, sem eru ofurhlaðnar af Dolby Atmos, skapa alhliða umhverfishljóm |
Einföld uppsetning með appi Fáðu ótrúlegt hljóð á örfáum mínútum frá því að taka tækið úr kassanum. Stingdu einfaldlega rafmagnssnúrunni í samband, tengdu símann eða spjaldtölvuna við WiFi og opnaðu Sonos appið. |
Stillir sig eftir rýminu Með einum smelli í Sonos appinu greinir Trueplay™ stillingartæknin einstaka hljómburð rýmisins og fínstillir EQ hátalarans. Þannig hljómar allt efnið þitt nákvæmlega eins og það á að gera. |
Snertu og spilaðu Snertistýring á toppi hátalarans leyfir þér að spila, stoppa eða stilla hljóðstyrkinn. Einnig hægt að raða þeim í hópa eftir herbergjum. |
Innihald kassa :
Sonos Era 300
Rafmagnssnúra 2m
Leiðbeiningarskjal
Nánari tæknilýsing