Upplýsingar

Aukið öryggi með kaskótryggingu

Rafland býður upp á 3ja til 5 ára kaskótryggingu á vörum í samstarfi við tryggingarfélagið VÍS. Kaskótryggingin tryggir hlut umfram hefðbunda ábyrgðaskilmála auk þess sem hún virkar sem framlenging á venjulegri ábyrgð. Tryggingin gildir um allan heim og hefur sýnt sig að það margborgar sig að vera með kaskótryggingu. Meðal kosta eru að sjálfsábyrgð er engin, engin afföll vegna notkunar og hún tryggir fyrir óhöppum og þjófnaði. Til dæmis ef ungur heimilismeðlimur skemmir óvart flatskjáinn á heimilinu þannig að hann er óviðgerðarhæfur og tækið er með virka kaskótryggingu, þá er það bætt með sambærilegu nýju tæki án nokkurs kostnaðar.

​Greiðslumöguleikar

Rafland býður upp raðgreiðslur auk hefðbundinna kortaviðskipta. Raðgreiðslur til allt að 6 mánaða er boðið upp á vaxtalaust, en raðgreiðslur til allt að 36 mánaða fylgja vaxtatöflu Borgunar. Auk þess er hægt að millifæra greiðslur eða óska eftir að fá vörur sendar í póstkröfu.

Rafland býður auk þess upp á greiðslu í gegnum Netgíró.

Samanburður á lánum.

Ef þú ert að skoða að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú séð samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi okkar bíður upp á. Rafland býður upp á lán frá Borgun og Netgíró. Athugið að reiknivél miðar ekki við vaxtalaus lán Borgunar sem við bjóðum upp á.

Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum

Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu.

Raftæki geta innihaldið spilliefni , til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna, þ.e.a.s Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.

 

Vöruhús Raflands


Vöruhús Raflands er að Klettagörðum 21, sími 5691490. Allar stærri vörur eru afhentar í vöruhúsinu, og er opnunartími þess sami og verslunar Raflands.

 

Tryggingaskilmálar

Í mörgum tilfellum býðst viðskiptavinum okkar að kaupa viðbótartryggingu með vöru. Viðbótartrygging veitir víðtækari rétt en hefðbundnir ábyrgðarskilmálar líkt og sjá má á skýringartöflunni hér fyrir neðan.

Hér má sjá skilmála yfir tryggingarnar.

Tækjatrygging á mannamáli.

 

Akstur á höfuðborgarsvæðinu

Akstur á tæki*

Tæki keyrt heim og inn fyrir dyr. Engin uppsetning innifalin.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.

ATH: Sé bætt við þessa þjónustu að fjarlægja tæki þá þarf að aftengja tækið sem á að fjarlægja og koma því að inngangi. Þessi þjónusta kostar aukalega.

 

Akstur á tæki með þjónustu*

Tæki keyrt heim og tengt á þeim stað sem það á að vera.

Ef lyfta þarf tækinu til að koma því fyrir þarf viðskiptavinur að aðstoða við slíkt eða óska sérstaklega eftir auka manni, gegn viðbótargjaldi sem gert er upp við bílstjóra.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.

 

* Á ekki við um tvöfalda ísskápa (ameríska)

Akstur með tvöfalda ísskápa (ameríska)

Skápur keyrður heim og inn fyrir dyr. Engin uppsetning innifalin.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi. Sé óskað eftir uppsetningu má semja um slíkt við bílstjóra þegar hann hefur metið aðstæður.

ATH: Sé bætt við þessa þjónustu að fjarlægja núverandi tæki þá þarf að aftengja tækið sem á að fjarlægja og koma því að inngangi. Þessi þjónusta kostar aukalega.

Akstur á uppþvottavél með þjónustu

Uppþvottavél keyrð heim og sett upp á sinn stað, stillt af og tengd.

Það er ekki innifalið að setja framhlið á vél ef um alinnbyggða vél er að ræða.

Vélin er aðeins sett upp með þeim slöngum og tengingum sem fylgja vélinni. Þurfi að tengja með lengri slöngum og tengingum þá er það á ábyrgð viðskiptavinar.