Kitchenaid GO þráðlaus handryksuga með 12V rafhlöðu matt svört | rafland.is

Kitchenaid GO þráðlaus handryksuga með 12V rafhlöðu matt svört

KIT-5KKVR121BM

Með þráðlausu handryksugu úr KitchenAid Go seríunni með rafhlöðu færðu eldhúsryksugu með krafti og sveigjanleika til að halda eldhúsbekknum hreinum. Tveir auka ryksuguhausar fylgja. 130 ml rykílátið má fara í uppþvottavél og kemur með þremur síum sem hægt er að skipta um til að halda því í toppstandi.
Meðfylgjandi endurhlaðanlega 12 V rafhlaða gefur þér allt að 20 mínútur í notkun og útilokar þörfina á rafmagnssnúru. Öll KitchenAid Go tæki geta verið knúin af sömu rafhlöðu sem hægt er að fjarlægja til að auðvelda skipti og sveigjanleika. Haltu áfram að skapa með KitchenAid.