Fyrirvarar
Við keyrum út alla virka daga á milli 14-19 og á laugardögum milli 12-16. Ef pantað er fyrir hádegi er oftast hægt að fá afhent samdægurs en á álagstímum getur afhending tekið lengri tíma. Ekki er hægt að óska eftir ákveðnum tíma innan aksturslotunnar.
Ef bílstjóri metur aðgengi sem ábótavant (t.d. snjór eða mikil hálka á tröppum/stétt eða húsgögn og innréttingar í gangvegi inni á heimili) getur hann tekið vöruna til baka og frestað afhendingartíma þar til aðgengi hefur lagast, á kostnað kaupanda. Vertu því viss um að aðgengið hjá þér sé gott þegar þú átt von á okkur.
Bílstjóri sér ekki um að tengja tæki eða uppsetningu á þeim fyrir notkun. Bílstjóri sér ekki heldur um að aftengja eldri tæki sem á að fara með í endurvinnslu.
Af öllum pöntunum dreift af Póstinum og Samskip gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins og Samskipa um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins og vefsíðu Samskipa.
Sé færð á vegum slæm þá getur það leitt til tafa á sendingum.
Sé eitthvað óljóst eða þurfir þú aðstoð er best að hringja í síma 520-7900 eða senda tölvupóst á sala@rafland.is.